Reglur um námsmat fyrir sálfræðideild

Nr. 390/2021

SAMÞYKKTAR Í HÁSKÓLARÁÐI 24.3.2021

vefútgáfa síðast uppfærð 21.4.2021

Prentgerð (pdf)
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan
og í PDF skjali gildir PDF skjalið

 

1. gr. Einkunnir í grunnnámi sálfræðideildar

Lokaeinkunnir í námskeiðum á BA-stigi í sálfræðideild skulu einungis birtar á stöðluðu formi í heilum og hálfum tölum.

Einungis lokaeinkunnir í námskeiðum skulu staðlaðar. Um einkunnir fyrir verkefni, hlutapróf og annað sem ekki telst lokaeinkunn í námskeiði gilda almennar námsmatsreglur Háskólans á Akureyri.

2. gr. Útreikningur stöðlunar á lokaeinkunnum

Útreikningur stöðlunarinnar skal fara fram eftir verklagsreglum sem samþykktar eru af sálfræðideild. Verklagsreglurnar skulu birtar á innri vef háskólans.

3. gr. Gildistaka

Reglur þessar eru settar á grundvelli heimildar í 3. mgr. 1. gr. námsmatsreglna fyrir Háskólann á Akureyri nr. 921/2018, sbr. einnig 3. mgr. 20. gr. og 1. mgr. 21. gr. laga um opinbera háskóla nr. 85/2008.

Reglur þessar öðlast gildi við samþykki háskólaráðs.

 

Háskólanum á Akureyri, 24. mars 2021.
Eyjólfur Guðmundsson rektor