Ráðstefna Fiskveiðar og þjóðarhagur og veiting heiðursdoktorsnafnbótar

Viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri veitir Rögnvaldi Hannessyni prófessor emeritus við háskólann í Bergen heiðursdoktorsnafnbót á sviði auðlindahagfræði.

Athöfin fer fram í hátíðarsal Háskólans á Akureyri föstudaginn 18. janúar kl. 16.00.

Í tilefni af heiðursdoktorsveitingunni verður haldin ráðstefna sem ber yfirskriftina „Fiskveiðar og þjóðarhagur” sama dag frá kl. 11.40-15.00. Þar mun Rögnvaldur ásamt öðrum fræðimönnum fjalla um ýmsar rannsóknir á sviði sjávarútvegs svo sem áhrif skipa og veiðarfæra á umhverfið, loftslagsbreytingar og áhrif þeirra, stærð einstakra fiskistofna, virðiskeðju í sjávarútvegi og ýmislegt fleira. Einnig munu fulltrúar atvinnulífs og félagasamtaka halda erindi um starfsemi í sjávarútvegi. 

Vinsamlega tilkynnið þátttöku hér:

Merkið við eitt eða fleiri svör eftir því sem við á.