Gísli Halldór Halldórsson

Fyrir mér var námið einstakt tækifæri til að skilja betur skipulagsmál, átakastjórnun og samspil náttúru og stjórnmála. Þekkingin sem námið færði mér hefur nýst með beinum hætti í starfi mínu sem bæjarfulltrúi og síðar sem bæjarstjóri, bæði í Ísafjarðarbæ og Árborg. Ég kynntist metnaðarfullum nemendum og kennurum allstaðar að úr heiminum og það var upplýsandi að skiptast á skoðunum við fólk með ólíkan menningarbakgrunn.