Hulda Sædís Bryngeirsdóttir

Framhaldsnámið var að mínu mati bæði vel skipulagt og áhugavert. Fyrirlestrarnir, verkefnavinnan og síðast en ekki síst umræðurnar nýttust mér vel bæði persónulega og faglega. Námið reyndist vera kærkomin viðbót grunnmenntun mína og starfsreynslu. Háskólaumhverfið er uppbyggjandi og starfsfólk háskólans er vingjarnlegt og hjálpsamt. Í náminu var fjölbreyttur hópur nemenda og þar mynduðust skemmtilegar umræður og góð vinátta. Námið og rannsóknavinnan sem fylgdi í kjölfarið fól í sér ýmsa möguleika og varð upphafið að ýmsum jákvæðum breytingum í mínu lífi.