Svava Arnardóttir

Námið í iðjuþjálfunarfræði opnar dyr að fjölbreyttu starfi á ótal sviðum. Áhersla er lögð á lausnamiðaða nálgun, styrkleika, tækifæri og gagnrýna hugsun. Í náminu lærði ég að horfa heildrænt á samspil einstaklingsþátta, samfélagsins og alls þess sem við tökum okkur fyrir hendur. Mér finnst ég vel undirbúin til að hanna þjónustu og færa rök fyrir starfi mínu.