Þröstur Óskarsson

Þegar ég fór í framhaldsnám í heilbrigðisvísindum var það öðrum þræði sökum forvitni og hitt að ég hafði heyrt vel af því látið. Skemmst er frá því að segja að námið er bæði hagnýtt og áhugavert. Það er til þess fallið að víkka út sjóndeildarhringinn sem alltaf er kostur ekki síst í flóknu umhverfi heilbrigðisþjónustu.