Auglýst eftir fyrsta doktorsnemanum við HA

Fyrsti fundur vegna nýs rannsóknarverkefnis sem fjármagnað er af RANNÍS og ber nafnið „Inclusive societies? The integration of immigrants in Iceland“ var haldinn í háskólanum 15.-16. mars síðastliðinn.
Auglýst eftir fyrsta doktorsnemanum við HA

HA leiðir verkefnið sem stendur yfir í þrjú ár eða fram til mars 2020. Tíu aðilar frá Háskóla Íslands, Háskólanum í Tromsø, Háskólanum í Lapplandi, Háskólanum í Lúxemborg og Háskólanum á Akureyri sátu fundinn til að átta sig betur á þeirri vinnu sem framundan er og gera verkáætlun fyrir næstu skref.

Verkefnið „Inclusive Societies?“ miðar að því að bera saman aðlögunarmynstur innflytjenda á Íslandi í ýmsum sveitarfélögum víðs vegar um landið. Verkefnið miðar að því að skoða stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi hvað varðar tungumál, atvinnu, menntun, menningu og ánægju. Verkefnið mun einnig rannsaka viðhorf meðal Íslendinga til innflytjenda.

Fundurinn var skipulagður til að tilkynna upphaf verkefnisins opinberlega og gefa yfirlit yfir helstu markmið verkefnisins. Samstarfsaðilarnir ræddu um skipulag vinnunnar, þau áhrif sem verkefnið muni hafa, verkáætlun og svo miðlun verkefnisins. Þátttaka rannsakenda og nemenda á verkefnistímanum felst m.a. í viðburðum eins og vinnustofum og ráðstefnum. Verkefnið „Inclusive Societies?“ gerir Háskólanum á Akureyri kleift að ráða inn sinn fyrsta doktorsnema sem mun leggja sitt af mörkum til verkefnisins.