Aðgengi nemanda að hóp- og lesaðstöðu í prófatíð

Í tilefni að því að prófatíð nálgast bendum við nemendum á aðgengi að hóp- og lesaðstöðu.
Aðgengi nemanda að hóp- og lesaðstöðu í prófatíð

Nemendur geta ekki bókað kennslustofur en þeir geta samt sem áður notað þær til lestrar en verða að víkja fyrir þrifum og kennslu.

Í prófatíð hafa kennslusviðin aðgengi að eftirfarandi stofum sem þarf ekki að bóka:

  • Heilbrigðisvísindasvið: L202 og L203
  • Viðskipta- og raunvísindasvið & tölvunarfræði: N201 og M203
  • Hug- og félagsvísindasvið: N202 og L201

Við minnum einnig á les- og tölvurými á bókasafni sem er opið allan sólarhringinn með nemendakortum.

Ef þið hafið breytt uppröðun í stofunni vinsamlegast skilið henni í réttu horfi.

Gangi ykkur vel í prófunum :)