Flókin staða frumbyggja í síbreytilegum heimi

Dr. Jón Haukur Ingimundarson var getur á Morgunvaktinni á Rás 1.
Flókin staða frumbyggja í síbreytilegum heimi

Dr. Jón Haukur Ingimundarson, mannfræðingur og dósent við HA, var gestur Óðins Jónssonar á Morgunvaktinni á Rás 1 þriðjudaginn 15. maí. 

Jón Haukur ræddi stöðu og framtíð frumbyggja á norðurlsóðum. Hann lýsti því hvernig þessi fjölmörgu samfélög í Kanada, Alaska, Rússlandi og víðar þurfa að takast á við áhrif loftslagsbreytinga með þiðnun sífrera og breytingum á náttúrulegu umhverfi, ásókn auðhringa í land og náttúruauðlindir. Jón Haukur hefur lengi rannsakað stöðu frumbyggja og starfar á vettvangi Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar.

Á vef RÚV er hægt að hlusta á viðtalið.