Heimsókn í China University of Political Science and Law

Dagana 16-18. apríl heimsóttu deildarformaður félagsvísinda- og lagadeildar og alþjóðafulltrúi HA, China University of Political Science and Law (CUPL) í Beijing.
Heimsókn í China University of Political Science and Law

HA og CUPL hafa skipst á nemendum á grundvelli samkomulags sem gert var árið 2006 og um þessar mundir eru tveir skiptinemar frá HA við skólann í Peking. Í tilefni heimsóknarinnar flutti Edward H. Huijbens, deildarformaður félagsvísinda- og lagadeildar erindi með titlinum „Sino-Arctic Allure - Reflections on China's polar aspirations through tourism“ þar sem hann ræddi um samspil auðlinda norðurslóða, ferðamál og áhuga Kínverja á báðu, sérstaklega í nýútkominni norðurslóðastefnu stjórnvalda þar. Í erindinu var spurt hvernig vaxandi vera Kínverja á norðurslóðum skapi tækifæri til að finna samhljóm þjóða á norðurslóðum og Kínverja, til gagnkvæms ábata, eða hvort áhersla Kínverja meðal annars á ferðamál á norðurslóðum sé aðeins liður í að tryggja stöðu sína í valdatafli um norðurslóðir.

Edward H. Huijbens flutti erindi þar sem hann ræddi um samspil auðlinda norðurslóða, ferðamál og áhuga Kínverja á báðu, sérstaklega í nýútkominni norðurslóðastefnu stjórnvalda þar.

Sendiherra Íslands í Kína Gunnar Snorri Gunnarsson mætti á erindið, sem og Ragnar Baldursson ráðgjafi ráðherra um málefni Kína. Góður rómur var gerður af erindinu og spunnust miklar umræður um möguleg verkefni nemenda á sviði stjórnmála og laga er varðar að uppbyggingu innviða fyrir ferðaþjónustu og samgönguleiða á norðurslóðum. Rúnar Gunnarsson alþjóðafulltrúi HA flutti einnig kynningu á HA fyrir hóp kínverskra laganema sem hafa áhuga á að koma í skiptinám til HA, en árlega koma 2-3 nemendur frá CUPL til HA.

Sendiherra Íslands í Kína Gunnar Snorri Gunnarsson og Ragnar Baldursson ráðgjafi ráðherra um málefni Kína, mættu á erindi Edward

 

HA býður nemum sem leggja stund á lögfræði við skólann að fara í skiptinám til CUPL og fyrir skólaárið 2018/19 eru tveir fullir styrki í boði fyrir nema sem vilja fara í meistaranám og aðrir tveir fyrir nema í doktorsnámi til að koma. Nánar má fræðast um þetta tilboð hér (pdf) og einnig með því að hafa samband við alþjóðafulltrúa HA, runarg@unak.is.

Mynd sem Rúnar Gunnarsson tók