Nordicum-Mediterraneum: Tvö ný hefti

Út eru komin tvö ný hefti af raftímariti Háskólans á Akureyri Nordicum-Mediterraneum.
Nordicum-Mediterraneum: Tvö ný hefti

Í því fyrra, útgáfa 12(4)/2018, birtast erindi frá ráðstefnunni Hin veika aðgerð. Skuggar heimsins, skuggar mannkyns sem haldin var í Palermo á Ítalíu, í júní 2017. Í því síðara, útgáfa 13(1)/2018, birtast nýjar ritrýndar greinar, nokkrir ritdómar og fleira.

Ritstjóri og vefstjóri eru fúsir til að svara spurningum og er í því sambandi bent á „Contacts“  á vefsíðu tímaritsins.

Hægt er að nálgast tímaritið á vefsíðu þess.