Rannsóknasjóður 2018

Stjórn Vísindasjóðs hefur afgreitt umsóknir í Rannsóknasjóð fyrir 2018.
Rannsóknasjóður 2018

Alls bárust 35 umsóknir uppá rétt tæpar 40 milljónir, en til ráðstöfunar voru 14 milljónir. 

Ljóst er að starfsmenn Háskólans fást við mjög fjölbreytt og spennandi verkefni og margar mjög góðar umsóknir bárust í sjóðinn í ár.  Alls fengu 8 umsóknir frá hug- og félagsvísindasviði styrk í ár, 5 frá viðskipta og raunvísindasviði, 5 frá heilbrigðisvísindasviði og 1 frá Miðstöð skólaþróunar. 

Stjórnin óskar öllum styrkþegum innilega til hamingju með árangurinn og hér má sjá lista yfir þau verkefni sem fengu styrk í ár.