Nýr starfsmaður við Sjávarútvegsmiðstöð

Guðrún Arndís Jónsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri sérverkefnis við Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri og hóf hún störf 6. mars.
Nýr starfsmaður við Sjávarútvegsmiðstöð

Um er að ræða tímabundna ráðningu í 50% starfshlutfalli. Guðrún Arndís mun vinna að þróunarverkefni um fagháskólanám fyrir vélstjóra eða svokallað diplómanám í sjávarútvegsfræði. Veitt var sérstök fjárveiting til verkefnisins frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti á árinu 2018 en fyrirhugað er að Guðrún Arndís taki í framhaldinu við starfi Forstöðumanns Sjávarútvegsmiðstöðvar HA.

Guðrún Arndís lauk meistaraprófi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2007 og fjallaði lokaverkefni hennar um launakerfi íslenskra sjómanna. Hún er með B.S. próf í viðskiptafræði frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og námskeið í Þjónandi forystu á meistarastigi frá árinu 2015. Guðrún Arndís situr í stjórn Félags kvenna í sjávarútvegi og starfaði áður sem skrifstofustjóri Iceland Pelagic ehf. 2010-2017. Hún var forstöðumaður Verðlagsstofu skiptaverðs 2008-2010 og aðstoðarmaður framkvæmdastjóra útgerðarsviðs Samherja hf. 1996-2008.

Guðrún Arndís verður starfsmaður á Viðskipta- og raunvísindasviði. Starfsaðstaða hennar verður við Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) á Borgum.

Við bjóðum Guðrúnu Arndísi hjartanlega velkomna til starfa.