RHA hlýtur styrk úr Byggðarannsóknasjóði

RHA hlaut styrk að fjárhæð 2 mkr. til verkefnisins Mönnun sveitastjórna.
RHA hlýtur styrk úr Byggðarannsóknasjóði

Markmið þessarar rannsóknar er að kanna það meðal sveitarstjórnarmanna hvort þeir hafi í raun og veru sóst eftir þátttöku í sveitarstjórn og hvort mönnun sveitarstjórna sé orðið raunverulegt vandamál í smærri sveitarfélögum. Þá verður kannað hlutfall kvenna í sveitarstjórn í þessum sveitarfélögum og því velt upp hvort fyrirkomulagið hafi áhrif á hlut þeirra.

Fjögur verkefni hlutu styrk úr Byggðarrannsóknarsjóði að þessu sinni en hér má sjá nánari upplýsingar um úthlutunina og verkefnin.