Námskeið og örfyrirlestrar

Námskeið

Miðstöðin býður upp á netnámskeið um almenna námstækni og kvíðastjórnun. Námskeiðin eru aðgengileg í kennslukerfi HA, þannig að þú getur tekið þau hvenær sem er og á eigin hraða.

Skráning

 • Hvert námskeið kostar 5000 kr.
 • Reikningsnúmer: 0162-26-6610
 • Kennitala: 520687-1229
 • Sendið kvittun á radgjof@unak.is, merkta námskeiðinu sem greitt er fyrir. Þá fáið þið aðgang að því á vefkennslukerfi HA.

Almenn námstækni

Námskeið í námstækni þjálfar nemendur í vinnubrögðum sem virka vel í námi:

 • Lestrar-, glósu- og minnistækni
 • Tímaskipulag
 • Undirbúningur fyrir próf

Kvíðastjórnun

Á námskeiðinu lærir þú hvað kvíði er og hvernig þú getur stjórnað honum.

 • Kvíðahugtakið skoðað
 • Farið yfir kvíðastjórnun
 • Slökun kennd

Athugið:

 • Til þess að sækja um sérúrræði vegna prófkvíða þarf að taka þetta námskeið og skila tveimur litlum verkefnum sem tilheyra því
 • Vegna haustmisserisprófa þurfa þessi skil að hafa farið fram fyrir 1. nóvember og vegna vormisserisprófa fyrir 1. apríl

Örfyrirlestrar

Stuttir og fjölbreyttir fyrirlestrar um ýmis málefni, til dæmis:

 • Hvernig þú sameinar háskólanám og fjölskyldulíf
 • Próftökutækni
 • Markmiðasetningu og tímastjórnun
 • Frestun
 • Helstu þætti í námstækni og góðum vinnubrögðum
 • Almenna líðan og geðheilbrigði

Þessir fyrirlestrar eru öllum nemendum opnir – líka fjarnemum, sem boðið er að mæta í Zoom eða fjærveru. Fyrirlestrarnir eru auglýstir sérstaklega í dagatali Uglu og á samfélagsmiðlum SHA. Dagskrá næsta skólaárs má sjá hér.