Umsókn um doktorsnám

Með þessu umsóknareyðublaði er sótt um inntöku í doktorsnám við Háskólann á Akureyri. Umsækjandi skal fylla út umsóknina í samvinnu við fyrirhugaðan aðalleiðbeinanda (umsjónarkennara) og skulu umsækjandi og fyrirhugaður aðalleiðbeinandi staðfesta umsóknina með undirritun.

Umsóknareyðublaðið geymist ekki óklárað, því er best að vinna umsóknina í öruggu skjali áður en umsóknin er fyllt út á vefnum.

Mælt er með að umsækjandi hafi samband við miðstöð doktorsnáms við gerð umsóknar, doktorsnam@unak.is.

Athugið: Umsóknir um doktorsnám verða að berast miðstöð doktorsnáms fyrir 2. maí eigi þær að verða teknar til umfjöllunar fyrir sumarleyfi.  Umsóknir sem berast eftir þann dag verða teknar til umfjöllunar þegar sumarleyfum líkur.

Umsækjandi

Netfang þar sem hægt er að ná í umsækjanda þegar umsókninni er svarað eða t.d. ef þarf að bæta við gögnum.
Þjóðerni umsækjanda skiptir í sjálfu sér ekki máli fyrir inntöku í námið. Hins vegar getur það skipt máli fyrir dvöl á landinu á meðan námið stendur yfir (sbr. „dvalarleyfi“ neðar).
Umsækjandi þarf að gera grein fyrir því hvort hann hefur leyfi til dvalar á landinu á meðan námið stendur yfir.
Leyfilegt er að hefja nám hvenær sem er á háskólaárinu. Hins vegar getur þurft að taka tillit til styrkja eða annarra þátta sem geta haft áhrif á framvindu námsins.
Að jafnaði er hámarks námstími í fullu námi fjögur ár.

Meðmælendur

Nöfn og netföng tveggja meðmælenda.

Háskólinn sendir meðmælendum bréf með spurningum sem þarf að svara innan þess tíma sem doktorsnámsráð fjallar um umsóknina. Meðmælendur þurfa að vera ótengdir aðilar.

1. meðmælandi

2. meðmælandi

Almenn inntökuskilyrði

Fyrra nám umsækjanda er í lykilhlutverki þegar doktorsnámsráð metur hæfi til doktorsnáms. Doktorsnám getur verið á sama fræðasviði og meistaranám en það er ekki skilyrði. Hins vegar þarf að sýna fram á að umsækjandi sé hæfur til að stunda doktorsnám á því sviði sem hann hyggst velja.
Samkvæmt 6. gr. reglna HA um doktorsnám er inntökuskilyrði meistara- eða kandidatspróf með a.m.k. fyrstu einkunn, þ.e. lágmarkseinkunn telst vera 7,25.
Lágmarksfjöldi eininga í meistaraverkefni er 30 ECTS.
Umsækjandi getur verið með annað lokapróf af háskólaþrepi 2 en meistarapróf (sbr 6. gr. reglna um doktorsnám). Þá þarf doktorsnámsráð hins vegar að meta gildi þess prófs.
Lágmarksfjöldi eininga í slíku verkefni er 30 ECTS.
Til þess að doktorsnámsráð geti metið gildi námsins þarf umsækjandi að færa rök fyrir því hvers vegna meta beri þetta tiltekna próf sem sambærilegt meistaragráðu í þessu tiltekna samhengi.
Miðað er við lágmarksstig við leiðandi háskóla í enskumælandi löndum.
Samkvæmt 6. gr. reglna HA um doktorsnám getur umsækjandi lagt fram aðra staðfestingu á enskukunnáttu en TOEFL. Doktorsnámsráð getur t.d. metið meistararitgerð í enskumælandi meistaranámi sem sambærilega vottun.

Doktorsverkefni og fræðasvið

Fyrirhugað fræðasvið doktorsverkefnis

Doktorsverkefni geta oft verið þverfræðileg í eðli sínu. Færa þarf rök fyrir því hvers vegna þetta tiltekna verkefni heyrir undir tiltekið fræðasvið og tiltekinn undirflokk. Telst það æskilegt að fyrirhugaður aðalleiðbeinandi umsækjanda sé virkur á því fræðasviði og í þeim undirflokki.
Rannsóknarverkefnið í hnotskurn. Samsvarandi upplýsingar – og mun fleiri – verða einnig í rannsóknaráætluninni en ágrip þetta á að gefa heildstæða mynd af rannsóknarverkefninu.
Rannsóknarverkefnið í hnotskurn. Samsvarandi upplýsingar – og mun fleiri – verða einnig í rannsóknaráætluninni en ágrip þetta á að gefa heildstæða mynd af rannsóknarverkefninu.

Náms- og tímaáætlun

Staða þekkingar umsækjanda á sviði doktorsverkefnis

Doktorsnefnd getur falið doktorsnema að sækja ákveðin námskeið, málstofur og lesnámskeið til að styðja við doktorsverkefnið. Námskeiðin skulu vera á doktorsstigi og við viðurkennda háskóla (sbr. 12.gr. reglna).

Til þess að geta metið hvers konar og hversu mörgum námskeiðum umsækjandi verður að ljúka til að ná viðeigandi þekkingu (t.d. í aðferðafræði) þarf að gera grein fyrir stöðu núverandi þekkingar umsækjanda á sviði doktorsverkefnisins.

Með námskrá meistaranáms umsækjanda er hægt að sýna fram á grunnþekkingu á fræðasviði doktorsverkefnisins.
Fari umsækjandi t.d. af einu fræðasviði yfir á annað þarf að færa rök fyrir því hversu vel þekking hans úr meistaranámi nýtist.
Ef meistaranám umsækjanda er ekki á fræðasviði doktorsverkefnisins getur komið til greina að ljúka tilteknum námskeiðum á meistarastigi til þess að ná lágmarksþekkingu, t.d. í aðferðafræði á því sviði. Þau námskeið geta þá verið á meistarastigi en verða, eðli sínu samkvæmt, ekki einingarbær í doktorsnámi. Hins vegar þarf að taka tillit til þessa í gerð tímaáætlunar.
Rökstyðja þarf hvers vegna umsækjandi telur sig hæfan til að sækja um doktorsnám að þessum tilteknum námskeiðum loknum og hvernig honum muni takast að ljúka þeim innan tímaramma doktorsnámsins.
Hafi umsækjandi þegar stundað doktorsnám við annan háskóla eða á öðru fræðasviði hefur hann e.t.v. lokið einstökum námskeiðum á doktorsstigi. Lýsa þarf þeim námskeiðum út frá sjónarhorni fyrirhugaðs doktorsverkefnis.
Vilji umsækjandi nota fyrri námskeið á doktorsstigi sem hluta af fyrirhuguðu doktorsnámi sínu þarf hann að færa rök fyrir því. Doktorsnámsráð metur gildi þessara námskeiða út frá lýsingunni, skriflegum staðfestingum um þátttöku og rökstuðningi umsækjanda.
Listi yfir fyrirhuguð námskeið á doktorsstigi, t.d. við erlendan háskóla (sbr. „dvöl erlendis“), eða lýsing á þeim viðfangsefnum sem umsækjandi telur sig þurfa að stunda sem hluta af doktorsnáminu.
Færa þarf rök fyrir því hvers vegna umsækjandi telur sig þurfa á þessum námskeiðum að halda með hliðsjón af doktorsverkefninu.
Hafi umsækjandi t.d. unnið til lengri tíma á rannsóknarstofu í rannsóknum sem tengjast sviði doktorsverkefnisins getur hann farið fram á að sú þekking sem hann hefur öðlast, t.d. í aðferðafræði, verið talin til námseininga (ECTS).
Í 5. gr. reglna HA um doktorsnám er gert ráð fyrir að umfang námskeiða á doktorsstigi skuli vera 0–60 ECTS.

Tímaáætlun doktorsnáms

Skv. 5. gr. reglna HA um doktorsnám er hámarks námstími í fullu námi fjögur ár.
Ætlast er til að allir doktorsnemar dvelji um skeið við erlenda háskóla. Gera þarf grein fyrir því hvaða háskóla og tímabil. Heildardvöl á að vera að lágmarki sex mánuði. Tilgangur dvalar getur t.d. verið námskeið eða vinna í rannsóknarteymi erlendis. (Ef um námskeið er að ræða þarf að gæta samræmis við „námskeið“ í þessari umsókn).
Lýsing og tímasetning á helstu vörðum í doktorsnáminu, t.d. í formi gantt-línurits. Gerð er grein fyrir helstu þáttum verkefnisins, svo sem námskeiðum, dvöl erlendis, gagnasöfnun, gagnaúrvinnslu, birtingum, raðstefnum, og áfangamati. Samkvæmt 10. gr. reglna um doktorsnám við HA heldur doktorsnámsráð skrá yfir námsferil doktorsnema. Þessi tímaáætlun verður grunnur þeirrar skrár. Um miðbik námsins skal doktorsnemi óska eftir áfangamati (sbr 14. gr. reglna um doktorsnám).

Fjárhagsáætlun doktorsnáms og verkefnis ásamt áhættumati

Kostnaðaráætlun doktorsnáms og -verkefnis

Fjármögnun

(sjóður, upphæð, dagsetning)
(sjóður, upphæð, dagsetning)

Áhættumat - Viðbragðsáætlun

(hámark 200 orð)

Tillaga um leiðbeinendur og doktorsnefnd

Fyrirhuguð doktorsnefnd

Í doktorsnefnd hvers doktorsnema situr aðalleiðbeinandi ásamt þrem meðleiðbeinendum, að jafnaði, sem doktorsnámsráð skipar og skal að lágmarki einn meðleiðbeinenda starfa utan Háskólans á Akureyri.

Starfsferilsskrár allra leiðbeinenda skulu fylgja með umsókninni.

Umsækjandi verður að hafa aflað samþykkis viðkomandi.

Nafn og akademísk staða aðalleiðbeinanda

Samkvæmt 9. gr reglna HA um doktorsnám skal aðalleiðbeinandi hafa akademískt hæfi og að jafnaði vera fastráðinn akademískur starfsmaður Háskólans á Akureyri. Heimilt er með samþykkt doktorsnámsráðs að doktorsnemi hafi utanaðkomandi aðalleiðbeinanda en þá skal einn af meðleiðbeinendum vera fastráðinn starfsmaður Háskólans á Akureyri.

Nöfn og staða 1.–4.  meðleiðbeinenda

Skv. 9. gr. reglna eru meðleiðbeinendur að jafnaði þrír en að lágmarki einn þeirra skal vera utanaðkomandi aðili.

1. meðleiðbeinandi

2. meðleiðbeinandi

3. meðleiðbeinandi

4. meðleiðbeinandi (ef við á)

Doktorsnefndin sem heild ber ábyrgð á á því að viðkomandi doktorsnám samrýmist viðeigandi lærdómsviðmiðum og kröfum. Leiðbeinendur þurfa einnig að fylgjast með og stuðla að virkri þátttöku doktorsnemans í fræðasamfélaginu bæði innan háskólans og alþjóðlega.
Þar sem doktorsnám við Háskólann á Akureyri er verkefnamiðað er ráðlegt að velja leiðbeinendur í doktorsnefnd á grundvelli þekkingar þeirra á mismunandi þáttum viðfangsefnis doktorsefnisins og þeirrar aðferðafræði og nálgunar sem umsækjandi hefur valið. Skv. 9. gr. reglna skulu leiðbeinendur hafa lokið doktorsprófi á sviði tengdu doktorsverkefni umsækjanda, vera virkir sérfræðingar á því sviði og hafa birt ritrýnt efni sem tengist verkefni og fræðasviði umsækjanda. Þeir skulu vera í virku rannsóknasamstarfi við innlent og aljóðlegt fræðasamfélag. Þegar meðleiðbeinendur eru valdir í doktorsnefnd á einnig að hafa í huga hvernig þessir tilteknu einstaklingar vinna saman sem ein heild, t.d. hvernig þeir ná að funda saman og geta haft samfellt samband hver við annan og við doktorsnemann.

Reynsla og hæfi fyrirhugaðs aðalleiðbeinanda

Ekki er tekið við umsóknum nema aðalleiðbeinandi sé tilgreindur og umsækjandi verður að hafa aflað samþykkis viðkomandi. Aðalleiðbeinandi skal að öllu jöfnu vera fastráðinn akademískur starfsmaður við Háskólann á Akureyri. Ef ekki, þarf að rökstyðja það sérstaklega og tilgreina tengilið við Háskólann á Akureyri (sbr 9. gr. reglna nr 701 / 2018).

Gert er ráð fyrir að aðalleiðbeinandi hafi doktorsgráðu á sviði sem tengist verkefni doktorsverkefni umsækjanda. Þrátt fyrir almenna kröfu um doktorspróf aðalleiðbeinanda getur komið til greina að skipa reyndan fræðimann án doktorsgráðu sem aðalleiðbeinanda hafi hann birt talsvert á alþjóðlegum vettvangi og áður leiðbeint doktorsnemum á sviði doktorsverkefnisins.
Gert er ráð fyrir því að aðalleiðbeinandi hafi fyrri reynslu af setu í doktorsnefndum, þ.e. reynslu sem leiðbeinandi. Það er mikilvægt að aðalleiðbeinandi hafi nægilegan tíma fyrir hvern doktorsnema en þess vegna þarf að gera grein fyrir fjölda núverandi doktorsnema hans.
Hafi fyrirhugaður aðalleiðbeinandi takmarkaða reynslu sem leiðbeinandi doktorsnema getur hann samt verið með umtalsverða reynslu sem leiðbeinandi meistaranema. Þá þarf að lýsa þessari reynslu með tilliti til doktorsverkefnis umsækjanda.
Til þess að meta hvort fyrirhugaður aðalleiðbeinandi sé virkur sérfræðingur á sviði doktorsverkefnis umsækjanda þarf að lýsa ritvirkni og þátttöku í alþjóðlegu fræðasamfélagi út frá sjónarhorni viðfangsefnis umsækjanda.
Aðalleiðbeinandi verður umsjónarkennari doktorsnáms og í allflestum tilfellum helsti vinnufélagi umsækjanda. Því er nauðsynlegt að fyrirhugaður aðalleiðbeinandi hafi gert ráðstafanir varðandi aðstöðu umsækjanda á þeim vinnustað og í því vísindasamfélagi sem umsækjandi á eftir að verða hluti af. Er hér annars vegar um að ræða atriði eins og skrifstofurými og aðgang að tilraunastofum, bókasafnsþjónustu, tölvuaðstoð, mötuneyti og fleiru þess háttar. Hins vegar er um að ræða reglubundinn aðgang að leiðbeinendum og öðrum aðilum í vísindasamfélaginu á háskólasvæðinu og á alþjóðlegu plani.

Reynsla og hæfi fyrirhugaðra meðleiðbeinenda

Færið rök fyrir hæfi hvers og eins meðleiðbeinanda út frá eftirfarandi viðmiðum:

  • akademísk staða og hæfi á sviði doktorsverkefnisins
  • leiðbeinandareynsla (fjöldi og tegund)
  • ritvirkni á sviði doktorsverkefnisins
  • virkni í erlendum og innlendum rannsóknarhópum
  • alþjóðleg virkni á sviði doktorsverkefnisins

1. meðleiðbeinandi

2. meðleiðbeinandi

3. meðleiðbeinandi

4. meðleiðbeinandi (ef við á)

Undirskriftir

Með undirritun umsóknar staðfesta umsækjandi og fyrirhugaður aðalleiðbeinandi að þeir hafi kynnt sér siðareglur og reglur um doktorsnám HA og lýsa því yfir að þeir hyggjast fylgja þeim.

Undirskrift umsækjanda og aðalleiðbeinanda.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn á pdf-formi:

8. Ferilskrár (CV) allra fyrirhugaðra leiðbeinenda (þ.m.t. skrá yfir ritrýnd verk ásamt yfirliti um reynslu við leiðsögn meistara- og doktorsnema).