Sumarnám og sumarstörf

Stúdent vinnur í fartölvu í háskólanum

Sumarið er komið!

Hér finnur þú fjölbreytt sumarstörf og sumarnám.

Sumarnám HA

Háskólinn á Akureyri býður upp á fjölbreytt sumarnám og eru námskeiðin opin öllum. Markmið sumarnámsins er að styðja við stúdenta og þau sem vilja uppfæra þekkingu sína í sumar. Námskeiðin styrkja stöðu einstaklinga í atvinnulífinu og er fjöldi námskeiða einingabær.

Tilvonandi háskólastúdentar geta undirbúið sig fyrir komandi háskólanám en í boði eru undirbúningsnámskeið í forritun, efnafræði, ritun og stærðfræði. Auk þess verður sérstakt undirbúningsnámskeið fyrir háskólanám í boði.

  • Námskeiðin eru opin öllum
  • Námskeiðsgjald er 3.000 kr.
  • Stúdentar við HA sem eru á vormisseri 2021 greiða ekki fyrir námskeiðin
  • Fyrstu námskeiðin hefjast 7. júní en kennslutímabilin eru breytileg eftir námskeiðum

Námsframboðið og allar nánari upplýsingar um einstök námskeið má nálgast á vef Símenntunar Háskólans á Akureyri:

Skoða sumarnámið

Sumarstörf - Hefjum störf

Háskólinn á Akureyri tekur þátt í átakaverkefni sem Vinnumálastofnun stýrir í samvinnu við stofnanir ríkisins, sveitarfélög og félagasamtök til að fjölga tímabundnum störfum fyrir stúdenta í sumar. Sambærilegt átak gekk vel í fyrra sumar og auglýsir háskólinn nú fjölbreytt störf og ættu flest að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 

Dæmi um störf eru rannsóknarstörf, markaðs- og kynningarstörf og verkefnastjórastörf. Sótt er um störfin í gegnum vef Vinnumálastofnunar og þar er hægt að sjá yfirlit yfir öll sumarstörf HA:

Skoða sumarstörfin