Sumar 2020 - Nám og störf

Sumarnám 

Háskólinn á Akureyri býður upp á fjölbreytt námskeið og eitthvað fyrir alla í sumar. Hvort sem að þú kýst einingabær námskeið, vilt efla stöðu þína á vinnumarkaði eða leggja grunninn að árangursríku háskólanámi þá finnur þú námskeið við hæfi hjá okkur. ATH. að fjöldatakmörkun er í einhver námskeið og því er mikilvægt að skrá sig sem fyrst.
Allar nánari upplýsingar á vef Símenntunar Háskólans á Akureyri.

Sumarstörf við HA

Háskólinn á Akureyri auglýsir eftir námsmönnum í sumarstörf í tengslum við átak stjórnvalda um tímabundin störf vegna áhrifa kórónuveirufaraldsins. Afar fjölbreytt störf eru í boði, allt frá því að aðstoða við rannsóknir í að aðstoða í myndveri skólans. Hægt er að skoða yfirlit yfir störfin á sérstökum vef Vinnumálastofnunar