Ugla og Moodle

Ugla og Moodle eru tölvukerfin sem þú notar í náminu. Þú þarft að sækja um notendanafn og lykilorð að innraneti skólans ef þú ert ekki með það ekki nú þegar.

  • Uglan heldur utanum allt námið þitt, upplýsingar og tilkynningar sem skólinn vill koma á framfæri
  • Moodle er kennslukerfið þitt

Skoðaðu sjálfshjálparsíðu kennslumiðstöðvar varðandi tölvukerfi.

Ugla

Uglan er þitt heimasvæði á innrivefnum. Þar finnur þú ýmsar upplýsingar svo sem stundatöflu, tilkynningar og námskeið.

Þú staðfestir og breytir námskeiðum í Uglu

  • Þú þarft að staðfesta skráningu námskeiða
  • Ef þú staðfestir ekki námskeið verður þú skráð/ur úr því
  • Þú þarft að staðfesta námskeið á haustmisseri (og breyta vali ef þú vilt) á tímabilinu 5. til 15. september
  • Þú þarft að staðfesta námskeið á vormisseri í Uglu á tímabilinu 10. til 20. janúar
  • Þú þarft að skrá þig í brautskráningu í Uglu
  • Skráning fyrir útskriftarhátíðina í júní er á tímabilinu janúar til mars

Þú skráir þig úr námskeiðum í Uglu

  • Frestur til þess að skrá sig úr námskeiðum haustmisseris rennur út þann 5. nóvember og 1. apríl fyrir vormisseri
  • Skráning úr námskeiði er einnig skráning úr prófi

Moodle

Moodle er rafræna kennslukerfið sem þú notar í náminu.

Notendanafn: þittnetfangviðHA@unak.is
Lykilorð: sama og inn á tölvupóstinn