Góðvinir eru samtök nemenda sem brautskráðir eru frá Háskólanum á Akureyri (alumni) og annarra velunnara hans. Markmið samtakanna eru að auka tengsl háskólans við fyrrum nemendur sína og styðja við uppbyggingu háskólans eftir fremsta megni. Þetta gera Góðvinir meðal annars með því að innheimta félagsgjöld, efna til endurfunda í tilefni af háskólahátíð, heiðra afburðanemendur við brautskráningu og safna fjármagni í stofnfjársjóð félagsins.
Samfélagið
Háskóli er ekki aðeins hús, ekki aðeins upplýsingar og fræðsla. Háskólinn á Akureyri er samfélag.