12. heimskautaréttaráðstefnan í Hobart, Tasmaníu

Prófessorarnir Rachael Lorna Johnstone og Guðmundur Alfreðsson fyrir hönd HA.
12. heimskautaréttaráðstefnan í Hobart, Tasmaníu

Tólfta heimskautaréttaráðstefnan var haldin í Institute for Marine and Antarctic Studies, Háskólanum í Tasmaníu, Ástralíu, 1.-3. desember. Prófessorarnir Rachael Lorna Johnstone og Guðmundur Alfreðsson fóru fyrir hönd HA.

Rachael hélt minnigarerindi fyrir kollega sinn Ágúst Þór Árnason, einn af stofnendum heimskautaréttar. Hún hélt einnig erindi um afleiðingar dóma Alþjóðadómstólsins um Chagos eyjur á réttarstöðu Grænlands.

Mörg þeirra erinda sem haldin voru á ráðstefnunni verða birt í ritrýnda árbók heimskautaréttar.