30% barna kunna ekki að hringja í 112

Könnun lögreglufræðinema við HA
30% barna kunna ekki að hringja í 112

Nýlega unnu nemendur í lögreglufræði að könnun og fræðslu um Neyðarlínuna á leikskólum. Niðurstöður könnunar leiddu í ljós að 30% barna á aldrinum 3 til 12 ára kunna ekki að hringja í Neyðarlínuna 112. Þá kom einnig í ljós að 61% for­eldra eru ekki með heimasíma og að 51% barna kynnu ekki að hringja í 112 úr læst­um farsíma.  Önnur atriði sem vöktu at­hygli voru að um fjórðung­ur barna hafði ekki fengið neina fræðslu um 112 og 34% for­eldra höfðu ekki farið yfir hlut­verk Neyðarlínu 112 með börn­um sín­um.

Hér má lesa viðtal við nemenda í lögreglufræði varðandi verkefnið