Af hverju elskum við sannar glæpasögur?

Viðtal við Margrét Valdimarsdóttir, lektor í lögreglufræði, á Rás 1
Af hverju elskum við sannar glæpasögur?

 Margrét Valdimarsdóttir, lektor í lögregæufræði við HA, var til viðtals í þættingum Heimskviður á Rás 1. Þar ræðir hún um áhuga fólks á afbrotum og sakamálum ásamt áhrifum umfjöllunar um sönn afbrot. 

„Þessi mikli áhugi okkar á afbrotum og sakamálum á sér eðlilegar skýringar. Sálfræðingar hafa bent á það að við höfum áhuga á afbrotum og þá sérstaklega svona óhugnarlegum sakamálum eins og ofbeldisbrotum því þess konar brot vekja upp sterkar tilfinningar hjá okkur. Samúð með þolednum, andúð og fordæming gerenda. Það verði eins konar tilfinningarússíbani sem mörgum okkar þykir eftirsóknarverður.“ 

Viðtalið í heild sinni má nálgast á vef Rúv