Árún K. Sigurðardóttir fær titilinn gestaprófessor

Árún K. Sigurðardóttir, prófessor á heilbrigðisvísindasviði, fékk titilinn gestaprófessor við Háskólann í Maribor í Slóveníu.
Árún K. Sigurðardóttir fær titilinn gestaprófessor

Árún K. Sigurðardóttir, prófessor á heilbrigðisvísindasviði, fékk þann 7. maí síðastliðinn titilinn gestaprófessor (Visting Professor) við Háskólann í Maribor í Slóveníu, heilbrigðisvísindasviði.

Dr. Árún hefur um árabil unnið með fólki frá háskólanum í Maribor bæði að kennslu í grunn- og framhaldsnámi og setið í dómnefndum fyrir háskólann. Árún hefur einnig tekið þátt í að skipuleggja og halda erindi á vísindaráðstefnum þar. Þá hefur hún sinnt vísindarannsóknum með vísindamönnum frá Háskólanum í Maribor og birt vísindagreinar með þeim. Um þessar mundir eru í gangi tvö sameiginleg vísindaverkefni, um sykursýki hjá öldruðum og vinna með doktorsnema sem skrifar um langvinn veikindi.