Ábyrgð og þor blaðamanna í ljósi siðareglna

Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðlakona og stundakennari við Háskólann á Akureyri tók á dögunum viðtal við Sigurð Kristinsson, siðfræðing, heimspeking og prófessor við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. Viðtalið notaði hún til kennslu í námskeiðinu Ljósvakamiðlun sem m.a. stúdentar í fjölmiðlafræði sitja. Af nógu var að taka með tilliti til siðferðis í fjölmiðlum og bar meðal annars á góma mynd- og nafnbirtingar í fjölmiðlum í ljósi siðareglna blaðamanna.