Dr. Antje Neumann, lektor við lagadeild, verðlaunuð

Antje hlaut fyrstu verðlaun fyrir doktorsritgerð sína
Dr. Antje Neumann, lektor við lagadeild, verðlaunuð

Dr. Antje Neumann, lektor við lagadeild Háskólans á Akureyri, hlaut nýverið fyrstu verðlaun Háskólans í Tilburg í Hollandi fyrir doktorsritgerð sína. Ritgerðin nefnist Wilderness protection in Polar Regions – Arctic lessons learnt for the regulation and management of tourism in the Antarctic.
Sérstök dómnefnd skólans komst að þessari niðurstöðu en ritgerðin var valin úr hópi 140 doktorsritgerða ársins 2019. Antje hóf störf við HA í september síðastliðnum.

Hægt er að lesa nánar um verðlaunin á vefsíðu Háskólans í Tilburg.