Dr. Árni Gunnar Ásgeirsson hlýtur framgang í starfi

Dómnefnd háskólans vann faglegt mat
Dr. Árni Gunnar Ásgeirsson hlýtur framgang í starfi

Dr. Árni Gunnar Ásgeirsson hefur hlotið framgang í stöðu dósents við sálfræðideild Háskólans á Akureyri frá og með 1. júlí 2020. Árni Gunnar hefur verið lektor við sálfræðideild frá árinu 2017 en hann er með doktorsgráðu í sálfræði frá Kaupmannahafnarháskóla.

Rannsóknir Árna Gunnars eru á sviði hugfræði og skynjunarfræði, einkum grunnrannsóknir á sjónrænni eftirtekt, sjónminni og samskynjunum. Undanfarin ár hafa rannsóknir hans aðallega beinst að því hvernig vakning viðbragðskerfa heilans, til dæmis með tilfinningalegri örvun, hefur áhrif á eftirtekt og minni, auk rannsókna á takmörkunum sjónrænnar eftirtektar. Rannsóknaraðferðir Árna Gunnars eru aðallega tölvustýrðar hegðunarmælingar, augnhreyfingamælingar, heilarafritun (EEG) og spurningalistakannanir.

Akademískt starfsfólk við Háskólann á Akureyri getur sótt um framgang í starfi byggt á menntun, rannsóknarvirkni, kennslu og þátttöku í stjórnun. Mat á umsóknum er í höndum dómnefndar háskólans, sem metur árangur og virkni umsækjanda í starfi. Í framhaldi ákveður rektor á grundvelli dómnefndarálits hvort veita skuli framgang í starfi. Mat á umsóknum um framgang er í samræmi við reglur háskólans þar að lútandi.

Við óskum Árna Gunnari innilega til hamingju með framganginn.

Nýjustu rannsóknir Árna Gunnars:

Ásgeirsson, Á. G., & Kristjánsson, Á. (2019). Attentional priming does not enable observers to ignore salient distractors. Visual Cognition, 27, 595-608.

Ásgeirsson, Á. G., & Nieuwenhuis, S. (2019). Effects of arousal on biased competition in attention and short-term memory. Attention, Perception, & Psychophysics, 81, 1901-1912.

Ásgeirsson, Á. G., & Nieuwenhuis, S. (2017). No arousal-biased competition in focused visuospatial attention. Cognition, 168, 191-204.