Eigin reynsla af búferlaflutningum eykur umburðarlyndi gagnvart innflytjendum

Ný rannsókn í samvinnu fræðimanna við Háskólann á Akureyri, Queen's University í Belfast og Nottingham Tent University í Englandi
Eigin reynsla af búferlaflutningum eykur umburðarlyndi gagnvart innflytjendum

Ný rannsókn sem unnin var í samvinnu fræðimanna við Háskólann á Akureyri, Queen's University í Belfast og Nottingham Tent University í Englandi með stuðningi Byggðastofnunar sýnir fram á að íbúar á Norðurlandi sem hafa reynslu af því að búa annars staðar eru umburðarlyndari gagnvart innflytjendum frá öðrum löndum. Þetta á jafnt við um aðflutta íbúa og heimafólk sem snúið hefur aftur til heimabyggðar, og jafnt við um þá sem búið hafa erlendis eða annars staðar á Íslandi.  

Rannsóknin sýnir einnig fram á að umburðarlyndi gagnvart innflytjendum er meiri meðal kvenna, eldri íbúa, háskólamenntaðra og þeirra sem telja enskukunnáttu sína mjög góða. Áhrif þess að hafa reynslu af því að búa annars staðar á umburðarlyndi eru þó áfram til staðar að teknu tilliti til slíkra þátta.

Vísindagrein um niðurstöður rannsóknarinnar birtist í alþjóðlega fræðitímaritinu Racial and Ethnic Studies, og eru höfundar hennar Þóroddur Bjarnason, Clifford Stevenson, Ian Shuttleworth og Markus Meckl. 

Greinina má finna hér: