Ert þú að velta fyrir þér námi á háskólastigi?

Bendill áhugakönnun fyrir einstaklinga sem eru að velta fyrir sér námi á háskólastigi.
Ert þú að velta fyrir þér námi á háskólastigi?

Miðstöð náms- og starfsráðgjafar við Háskólann á Akureyri býður nemendum og þeim sem hyggja á háskólanám að taka áhugakönnun gegn vægu gjaldi. Bendill er rafræn áhugakönnun sem tekur mið af íslensku námsumhverfi og íslenskum vinnumarkaði. Bendil III er sérstaklega hannaður fyrir einstaklinga sem eru að velta fyrir sér námi á háskólastigi. 

Könnunin er lögð fyrir á Miðstöð náms- og starfsráðgjafar. Nemendur í sveigjanlegu námi og þeir sem eru ekki staðsettir á Akureyri geta óskað eftir könnun og viðtali í fjarbúnaði, til dæmis Zoom eða í Fjærveru.

Þú getur haft samband við okkur í síma eða sent póst á radgjof@unak.is til að fá nánari upplýsingar og pantað tíma. Gera má ráð fyrir klukkustund í fyrirlögn og viðtal.
Gjald fyrir Bendil áhugakönnun er kr. 6.000