Eyrún með erindi á vegum Lögregluskóla Evrópusambandsins

Eyrún Eyþórsdóttir, lektor í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri, erindi um löggæslu í fjölbreyttu samfélagi
Eyrún með erindi á vegum Lögregluskóla Evrópusambandsins

Í byrjun október hélt Eyrún Eyþórsdóttir, lektor í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri, erindi um löggæslu í fjölbreyttu samfélagi á námskeiði fyrir lögreglumenn víðsvegar frá Evrópu á vegum Lögregluskóla Evrópusambandsins (CEPOL). Að þessu sinni var námskeiðið haldið á vegum Ríkislögregluskólans í Riga í Léttlandi. 

Sérstaklega var óskað eftir framlagi Eyrúnar af CEPOL vegna fyrri starfa hennar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem hún sinnti meðal annars tengslum lögreglunnar við fólk sem tilheyrir minnihlutahópum. Vöktu þau verkefni Eyrúnar athygli CEPOL sem óskaði eftir framlagi hennar á námskeiðinu. Þess ber að geta að Eyrún stundar núna rannsóknir og kennir lögreglunemum um löggæslu og fjölbreytileika hjá Háskólanum á Akureyri og byggir m.a. á þessari reynslu á þeim vettvangi.