Fyrsti doktorssamningurinn undirritaður

Tveir utanaðkomandi aðilar styðja við verkefnið
Fyrsti doktorssamningurinn undirritaður

Gréta Bergrún Jóhannesdóttir er fyrstur doktorsnema við Háskólann á Akureyri að undirrita formlegan samning um doktorsnám með aðkomu utanaðkomandi hagsmunaaðila.

Verkefni Grétu Bergrúnu snýst um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum en doktorspróf hennar verður á sviði í félagsvísinda.

Byggðastofnun og Þekkingarnet Þingeyinga ásamt Jafnréttissjóði koma að verkefni Grétu Bergrúnar sem samstarfsaðilar enda auðséð að sú þekking sem á eftir að skapast í rannsóknarverkefni hennar fái mikið notagildi í starfsemi þessara stofnana.

Undirritun samningsins fór fram í húsakynnum HA miðvikudaginn 11. september 2019 i viðurvist doktorsnámsráðs Háskólans á Akureyri. Flutti Rannveig Björnsdóttir fulltrúi stjórnar Þekkingarnets Þingeyinga einnig stutt ávarp um þýðingu nýrrar þekkingar sem snýr að búsetu í dreifbýli.

Doktorsnám við Háskólann á Akureyri er sérsniðið að þörfum hvers doktorsnema. Bróðurpartur doktorsnámsins felst í rannsóknarverkefni sem að jafnaði er kostað af aðilum utan háskólans t.d. í formi verkefnastyrkja rannsóknarsjóða í umsjón RANNÍS.

Nánari upplýsingar um doktorsnámið eru að finna hér.