Gangi ykkur vel í prófunum

Prófaráð frá Náms- og starfsráðgjöf HA
Gangi ykkur vel í prófunum

Prófatíð er erfið en hún tekur enda! Mikilvægt er að huga vel að sér bæði andlega og líkamlega. Ýta frá því sem má bíða og minnka alla mögulega streituvalda. Reyna að halda jafnvægi í námi og einkalífi. Gera eitthvað uppbyggilegt daglega. Leita aðstoðar ef kvíði og vanlíðan eykst umfram það sem eðlilegt er.

  • Hér er hlekkur á bækling sem var þýddur af HSN, meðal annars Einari Kristinssyni sálfræðing við Náms- og starfsráðgjöf HA. Þar má finna fræðslu um hvernig við getum tekist á við áhyggjur og kvíða og hagnýt ráð til að takast á við óvissutíma.

Það er eðlilegt að finna fyrir örlitlum kvíða eða streitu tengdum prófum og getur jafnvel verið gagnlegt og hvetjandi. Því þá höldum við einbeitingu og athygli betur í aðstæðum sem reyna meira á okkur en vanalega og mikið liggur við t.d. í prófum. Þeir þættir sem vinna gegn prófkvíða og bæta líðan eru m.a. tímastjórnun og skipulag, hreyfing, næring, hvíld og slökun.

Gagnlegir tenglar

Þjónusta Náms- og starfsráðgjafar HA í prófatíð

Ef þú þarft hvatningu, stuðning eða aðstoð hafðu samband við Náms- og starfsráðgjöf.

Gangi ykkur öllum vel og munið að við erum hér fyrir ykkur!

Fylgist með á Instagram þar verða gagnleg ráð og hvatning til stúdenta í prófatíð. NSHA á Instagram & Facebook