Grænu kennsluverðlaunin 2021

Brynhildur Bjarnadóttir og Rachael Lorna Johnstone hljóta Grænu kennsluverðlaunin 2021
Grænu kennsluverðlaunin 2021

Í dag veitti Yvonne Höller formaður Umhverfisráðs fyrir hönd ráðsins Grænu kennsluverðlaunin 2021. Það eru Brynhildur Bjarnadóttir, dósent við Kennaradeild, og Rachael Lorna Johnstone, prófessor við Lagadeild, sem hljóta verðlaunin. Verðlaunin eru veitt kennurum sem hafa tvinnað umhverfisvernd inn í námskeiðin sín.

Raunvísindi í námi og leik

Brynhildur fær verðlaunin fyrir námskeiðið sitt Raunvísindi í námi og leik. Í námskeiðinu er unnið með hugtakið sjálfbærni í víðum skilningi. Stúdentar læra um vistkerfi jarðar, sjálfbæra lífshætti og þau áhrif sem þeir hafa á umhverfi sitt. Unnið er verkefni þar sem stúdentar greina sín eigin viðhorf, gildi og hegðun, ásamt því að skoða eigin neysluvenjur. Þá læra stúdentarnir að reikna út eigið vist- og kolefnisspor, vinna að leiðum til úrbóta og setja fram hugmyndir um breytingar á sínum eigin neysluvenjum til að takast á við umhverfis- og loftslagsvanda framtíðarinnar. Samfara greiningu á eigin lífsstíl tengja stúdentarnir þessi viðfangsefni við skólastarf í leik- og grunnskólum og skoða leiðir til að vinna með þessi hugtök á öðrum skólastigum.

Inngangsnámskeið í norðurslóðafræði og Norðurskautsráðið að störfum

Rachael fær verðlaunin fyrir Inngangsnámskeið í norðurslóðafræði og Norðurskautsráðið að störfum. Inngangsnámskeið í norðurslóðafræði kynnir stúdentum í Heimskautaréttir fyrir ýmsum verkfærum og aðferðum til að takast á við áskoranir Norðurslóða, þar á meðal loftslagsbreytingar, megnun, líffræðilegan fjölbreytileika, ferðaþjónustu, náttúruauðlindanotkun og skilningar. Í námskeiðinu Norðurskautsráðið að störfum eiga stúdentar í samskiptum við aðra af norðurheimsskautssvæðinu um fundi Norðurskautsráðsins þar sem þau meðal annar semja um samvinnuaðgerðir til að takast á við umhverfisvandamál á Norðurslóðum. Umræður þessa árs voru sjávarplast og verndarsvæði.

Þetta er í fyrsta skipti sem verðlaunin eru veitt en formaður Umhverfisráðs, Yvonne Höller, vonast til að þau verði öðrum kennurum hvatning til að innleiða umhverfisvernd í fleiri námskeið.