Grein eftir Kristínu Dýrfjörð á Stundinni

Kristín Dýrfjörð, dósent við kennaradeild HA birtir grein um leikskólakennarafræði
Grein eftir Kristínu Dýrfjörð á Stundinni

Kristín Dýrfjörð, leikskólakennari og dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri, birti nýverið grein á Stundinni. Þar fjallar hún um sveigjanleikann og fjölbreyttileikann í leikskólakennarafræðináminu við HA ásamt því að segja frá leikskólakennara starfinu.

„Að skilja barnið og líf þess í gegnum leik er meðal viðfangsefna námsins. En margt fleira, sjálfbærni, náttúrufræði, skapandi vinna með stafræn verkfæri, sérkennslufræði, kynjafræði, skóli án aðgreiningar, svo fátt sé nefnt. Sennilega er fátt nám jafn fjölbreytt og kennaranám og þar eru líka fjölmargar leiðir til sérhæfingar.“

Greinina er hægt að nálgast hér.