Greinar um leikskólakennarafræði á Stundinni

Anna Elísa Hreiðarsdóttir og Kristín Dýrfjörð birta greinar á Stundinni
Greinar um leikskólakennarafræði á Stundinni

Kristín Dýrfjörð, dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri og Anna Elísa Hreiðarsdóttir, lektor við kennaradeild HA birtu nýverið greinar á Stundinni.

Þar fjallar þær um leikskólakennarafræðinámið við HA ásamt því að segja frá leikskólakennara starfinu. Anna Elísa segir að óvænt til­svör og skemmti­leg­ar um­ræð­ur eru einn af áhuga­verðu þátt­un­um í starfi leik­skóla­kenn­ara. Eng­ir tveir dag­ar eru eins og starf­ið gef­ur færi á fjöl­breytt­um við­fangs­efn­um, úti og inni. 

„Það er engu öðru líkt að vinna með börnum á leikskólaaldri, þau koma sífellt á óvart, geta svo ótal margt, drekka í sig þekkingu, færni og nýja getu og hafa djúpt og viturt rannsóknareðli.“

Ef þú vilt hafa áhrif, vinna fjölbreytta og skemmtilega vinnu með töluvert atvinnuöryggi þá hvetjum við þig til að íhuga leikskólakennaranám