Grindvísk fyrirtæki færa HA góðar gjafir

Gefendur eru Einhamar Seafood, Vísir hf, Þorbjörn hf og Grindavíkurhöfn.
Grindvísk fyrirtæki færa HA góðar gjafir

Auðlindadeild Háskólans á Akureyri hafa borist góðar gjafir sem ánægðir nemendur í sjávarútvegsfræði hafa hjálpað til við að afla. Þetta eru víðsjá og smásjá sem hægt er að tengja beint við tölvu. Allur búnaður fylgir með. Með þessu opnast nýjar víddir í kennslu í raunvísindagreinum þar sem hægt er að sýna nemendum smásæjar lífverur á stórum skjá í rauntíma. Gefendur eru Einhamar Seafood, Vísir hf, Þorbjörn hf og Grindavíkurhöfn.

Hér þakkar Hreiðar Þór Valtýsson, lektor í sjávarútvegsfræði, Eggerti Sigurbergssyni og Sigurði A. Kristmundssyni, nemendum í sjávarútvegsfræði, fyrir gjöfina.

Hér þakkar Hreiðar Þór Valtýsson, lektor í sjávarútvegsfræði, Eggerti Sigurbergssyni og Sigurði A. Kristmundssyni, nemendum í sjávarútvegsfræði, fyrir gjöfina. Þeir voru hvatamenn að gjöfunum og sáu um að kaupa þær ásamt öllum íhlutum.