HA nú formlega þátttakandi í samstarfsneti UArctic um kennaramenntun

Hermína Gunnþórsdóttir og Valgerður S. Bjarnadóttir eru tengiliðir HA
HA nú formlega þátttakandi í samstarfsneti UArctic um kennaramenntun

Í nýjasta UArctic TN Teacher Education Newsletter má sjá tilkynningu um að HA sé nú formlega þátttakandi í samstarfsneti UArctic um kennaramenntun. Hermína Gunnþórsdóttir og Valgerður S. Bjarnadóttir úr kennaradeild eru tengiliðir HA við netið sem er stýrt frá University of Lapland í Rovaniemi.

Markmið netsins er:

  • Styrkja og efla kennaramenntun út frá jafnrétti og félagslegu réttlæti á Norðurslóðum. 
  • Stuðla að sameiginlegum rannsóknum meðal meðlima netsins
  • Koma á og styrkja samstarf milli kennaramenntenda
  • Stuðla að kennara- og nemendaskiptum. 

Langtímamarkmið netsins er að þróa rannsóknasetur um hágæða kennaramenntun, rannsóknir og vettvang.

Hægt er að lesa nánar um samstarfsnetið hér.