Háskóladagurinn í fyrsta sinn á Akureyri

Hægt verður að kynna sér námsframboð allra háskólanna
Háskóladagurinn í fyrsta sinn á Akureyri

Undanfarin ár hefur Háskóladagurinn aðeins farið fram á höfuðborgarsvæðinu. Nú verður sú nýbreytni á að Háskóladagurinn verður einnig haldinn í  Háskólanum á Akureyri  laugardaginn 7. mars milli kl. 13-16. Þar munu allir háskólar landsins koma saman og kynna námsframboð sitt. Samhliða því verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Meðal þess sem verður á dagskrá eru örfyrirlestrar, kynningar á starfsemi ýmissa stofnanna á háskólasvæðinu, ásamt skemmtilegum uppákomum frá öllum háskólunum.   

Hvetjum sem flesta til að koma, fræðast um starfsemi háskólanna og gera sér glaðan dag.