
Þjóðfundurinn LÝSA sem áður hét fundur fólksins hefst formlega í Hofi 6. september með klukkan 12. Fjölmargir viðburðir eru á dagskrá sem spanna allt frá menningu til stjórnmála og allt þar á milli. Háskólinn á Akureyri er með 2 erindi.
Föstudagur 6. september
Karen Birna Þorvaldsdóttir og Hulda Sædís Bryngeirsdóttir: Að leita sér hjálpar og eflast eftir kynbundið ofbeldi
Þær munu kynna rannsókn um kynbundið ofbeldi sem er að hefjast í haust við Háskólann á Akureyri, í samvinnu við Jafnréttisstofu. Rannsóknin er hluti af alþjóðlegu rannsóknarverkefni í ellefu löndum þar sem markmiðið er að skilja menningu, að leita sér hjálpar og eflingu eftir kynbundið ofbeldi.
Hvar og hvenær: 2. hæð í Hofi (Dynheimar), kl. 10:00 (30mín)
Kristín Þórarinsdóttir: Persónumiðað heilsufarsmat - skiptir það máli í þjónustu við aldraða?
Kynningin fjallar um persónumiðaða heilsufarsmatið, Hermes, sem stuðlar að því að fólk taki virkan þátt í að meta heilsufar sitt og aðstæður út frá heildrænu sjónarhorn í gegnum samræðu við hjúkrunarfræðing. Með þessum hætti er hægt að leggja grunn að því að meðferðarúrræði séu í samræmi við óskir og væntingar fólks. Nýleg rannsókn verður kynnt sem sýndi að Hermes reyndist vel í heilsugæslu fyrir aldraða hvað þetta varðar. Rætt verður í lokin gildi persónumiðaðs heilsufarsmats í öldrunarþjónustu.
Hvar og hvenær: 2. hæð í Hofi (Dynheimar), kl. 11:00 (30mín)
ALLIR VELKOMNIR - AÐGANGUR ÓKEYPIS