Háskólinn á Akureyri á The Arctic Circle

Ráðstefnan stendur yfir dagana 13.-17. október
Háskólinn á Akureyri á The Arctic Circle

Arctic Circle Assembly er stærsta árlega alþjóðlega samkoman um norðurheimskautið og að þessu sinni eru um 1300 þátttakendur sem koma frá yfir 50 löndum. Þingið er haldið í Hörpu- Reykjavík og er þetta fyrsta stóra alþjóðlega samkoman í Evrópu síðan heimsfaraldurinn hófst. Yfir 100 málstofur með fleiri en 400 ræðumönnum eru á dagskrá þingsins sem lýkur á sunnudag. Málefni Grænlands verða ofarlega á baugi á þinginu og sérstaklega fjallað um nýlega skýrslu um stöðu Íslands og Grænlands á Norðurslóðum. Á þinginu verður einnig rætt um komandi loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í Skotlandi sem hefst í byrjun næsta mánaðar. Þáttaka HA og tengdra stofnanna er þónokkur ár hvert og hér er hægt að sjá þá viðburði sem HA tengist á ráðstefnunni. Einnig ber að nefna að nemendur HA og skiptinemar við Háskólann á Akureyri eru um helmingur allra sjálfboðaliða sem starfa fyrir ráðstefnuna eða um 30 nemendur.