Þekkir þú konu sem hefur verið beitt ofbeldi í nánu sambandi?

Rannsókn þeirra Huldu Sædísar Bryngeirsdóttur og Karenar Birnu Þorvaldsdóttur doktorsnema við heilbrigðisvísindasvið HA er komin í loftið.
Þekkir þú konu sem hefur verið beitt ofbeldi í nánu sambandi?

Tilgangur rannsóknarinnar er að finna áhrifaríkar leiðir til að hjálpa konum við að leita sér hjálpar og eflast í kjölfar ofbeldis í nánum samböndum. Skilyrði fyrir þátttöku er að vera kona, 18 ára eða eldri, hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi og a.m.k. eitt ár verður að hafa liðið frá því að ofbeldissambandinu lauk.

Rannsóknin er hluti af alþjóðlegu samstarfsverkefni 11 landa og er Dr. Denise Saint Arnault prófessor við University of Michigan ábyrgðarmaður þess. Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar hér á landi er Dr. Sigríður Halldórsdóttir prófessor við Háskólann á Akureyri, sem jafnframt er aðalleiðbeinandi doktorsnemanna.

Rannsóknin er styrkt af Jafnréttissjóði Íslands. 

Nánar um rannsóknina og upplýsingar um þáttöku má finna á vefsíðu Jafnréttisstofu.