Hrafnhildur í viðtali hjá Félagi Íslenskra Hjúkrunafræðinga

Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir, lektor á heilbrigðisvísindasviði í viðtali um starf hennar á tímum covid
Hrafnhildur í viðtali hjá Félagi Íslenskra Hjúkrunafræðinga

Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir, lektor á heilbrigðisvísindasviði og sérfræðingur í bráðahjúkrun var til viðtals hjá Félagi Íslenskra Hjúkrunarfræðinga. Þar fjallar hún um breytingar á starfi sínu á tímum covid. Hún fékk það verkefni, ásamt sýkingarvarnarhjúkrunarfræðingi að gera sérstaka viðbragðsáætlun fyrir covid á Sak auk þess að hún hélt áfram kennslu á Sak og við Háskólann á Akureyri á þessum breyttu tímum. Hún tók einnig að sér hlutverk samhæfingarstjóra sem felst í að hafa yfirsýn og samræma verklag við móttöku og meðferð sjúklinga með grunað eða staðfest covid-smit á SAk. 

„Þegar á þurfti að halda að búa til smitsjúkdómadeild, göngudeild og breyta verklagi flestra deilda á SAk, heyrði maður ekki einn einasta mann kvarta eða nöldra. Hvort sem það var starfsfólk tæknideildar, stoðþjónustudeilda eða heilbrigðisstarfsfólk. Það var bara eins og það hefði verið sett nýtt lag á fóninn sem allir lögðu sig fram við að læra dansinn. Ekki bara innan okkar sjúkrahúss heldur allir hinir líka. Sjúkrastofnanir, heilsugæslan, sjúkraflutningar, almannavarnir. Allir lögðu sig fram við að dansa í takt og samvinna allra þessara aðila passaði uppá að allir á ballinu vissu hvaða lag væri í spilun.“

Viðtalið í heild sinni er hægt að nálgast á vefsíðu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.