Íslensku menntaverðlaunin 2021 – tilnefningar

Kennaradeild og Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri eru aðilar að Íslensku menntaverðlaununum.
Íslensku menntaverðlaunin 2021 – tilnefningar

Í dag er er alþjóðlegi kennaradagurinn og var tilkynnt um tilnefningar til menntaverðlaunanna 2021. Verðlaunin eru veitt með því markmiði að vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi og auka veg menntaumbótastarfs. 

Verðlaunin eru veitt í þremur aðalflokkum: 

  • Framúrskarandi mennta- eða skólastarf 

  • Framúrskarandi kennari 

  • Framúrskarandi skólaþróunarverkefni 

Verðlaunaafhending verður haldin hátíðleg í beinni útsendingu á RÚV þann 10. nóvember næstkomandi.