Ítölskunámskeið - nemendum að kostnaðarlausu

Símenntun HA býður upp á ítölskunámskeið fyrir nemendur.
Ítölskunámskeið - nemendum að kostnaðarlausu

Nú á haustönn býður Símenntun HA upp á ítölskunámskeið, endurgjaldslaust fyrir nemendur háskólans.

Megin áherslur námskeiðsins eru á aðstæður í daglegu lífi þar sem nemandinn þarf að geta bjargað sér á ítölsku, skilji og geti gert sig skiljanlegan ásamt því að lagður er grunnur að málfræðikunnáttu. Fjallað verður m. a. um: fjölskyldur, heimili, ferðalög og atvinnu. Einnig verður ítölsk menning kynnt. Námskeiðið er kennt á ensku/ítölsku og hentar bæði innlendum jafnt sem erlendum nemendum/þátttakendum.

  • Kennari: Federica Scarpa, BA í ítölsku og heimspeki með áherslu á mannfræði og málfræði og MA í heimskautalögfræði.
  • Tími: Þri. og fimmt. frá 17. sept.-7. nóv. kl. 16.30-18:15 (Ekki kennsla 8, 10 og 15 okt).
  • Verð: 55.000 kr. - frítt fyrir nemendur HA.
  • Staður: Sólborg HA - ath. einnig í fjarkennslu.

Á vefsíðu Símenntunar má finna nánari upplýsingar um námskeiðið.

Á vefsíðu Símenntunar er einnig hægt að fylgjast með útvali námskeiða sem hefjast í haust.