Jafnréttisdagar

Allt frá kynlífsspjalli til ilmandi vaffla með rjóma og jafnrétti.
Jafnréttisdagar

Dagana 3.-7. febrúar n.k verða jafnréttisdagar haldnir í öllum háskólum landsins. Í Háskólanum á Akureyri verður fjölbreytt úrval viðburða og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Ókeypis verður inn á alla viðburðina og eru allir hvattir til að mæta sér til skemmtunar og fróðleiks.

Inga Björk

Mánudaginn 3. febrúar klukkan 10.00 verða jafnréttisdagar settir í stofu M102. Rektor HA setur dagana og í kjölfarið munu Markus Meckl og Sveinbjörg Smáradóttir fjalla um verkefnið Kvennavinna – fagkonur í láglaunastörfum. Að lokum fáum við að hlýða á reynslusögu Annalou Perez sem tók þátt í verkefninu.

Klukkan 14.00 sama dag verður tungumálakaffi í Miðborg þar sem spjallað verður saman á hinum ýmsu tungumálum.

Miðvikudaginn 5. febrúar kl. 12.00 mun Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir halda erindi í hátíðarsal háskólans. Þar fjallar hún um reynslu sína af háskólanámi og skiptinámi erlendis sem fötluð kona. Erindið er hluti af félagsvísindatorgi.

Sama dag verður boðið upp á jafnréttisvöfflur klukkan 13.10 í Miðborg.

Við endum jafnréttisdaga föstudaginn 7. febrúar kl. 16.00 í anddyrinu á Borgum. Þar verður hamingjustund með Siggu Dögg kynfræðingi þar sem kjaftað verður um kynlíf.

HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR ÖLL!