Kallað eftir ágripum: Löggæsla og samfélagið

Skilafrestur framlengdur til 1. febrúar.
Kallað eftir ágripum: Löggæsla og samfélagið

Kallað er eftir ágripum erinda fyrir ráðstefnuna „Löggæsla og samfélagið“ sem Lögreglufræði við Háskólann á Akureyri heldur miðvikudaginn 20. febrúar, 2019.

Ráðstefnan er vettvangur þar sem fagfólk og fræðimenn reifa málefni sem tengjast löggæslu í víðri merkingu. Einstaklingar og hópar sem starfa á fræða- og/eða fagsviðum sem snerta löggæslu eru hvattir til þess að senda inn ágrip af erindum sem byggja á eigin rannsóknum og/eða starfi.

Lykilfyrirlesarar ráðstefnunnar endurspegla þema ráðstefnunnar, sem í ár er samskipti lögreglu og almennings. Sem sýnilegasti armur réttarvörslukerfisins er lögreglan í miklum og margvíslegum samskiptum við almenning. Lögregluliðum á Norðurlöndunum hefur tekist nokkuð vel upp í þessum efnum í alþjóðlegum samanburði og njóta mikils traust, þótt víða megi gera mun betur. Lögreglulið hérlendis sem erlendis standa hins vegar frammi fyrir ýmsum áskorunum hvað varðar samskipti við almenning (s.s. tækninýjungar og örar þjóðfélagsbreytingar) sem vert er að rýna í nánar.

Að gefnu tilefni óskum við sérstaklega eftir erindum sem lúta að samskiptum lögreglu og almennings, en öll erindi sem snúa að löggæslu almennt eru meira en velkomin. Sem fyrr segir er ráðstefnan hugsuð sem sameiginlegur vettvangur fyrir fræða- og fagfólk til þess að koma rannsóknum sínum og reynslu af löggæslu hérlendis sem erlendis á framfæri og deila með leikum sem lærðum.

  • Almenn erindi og fyrirspurnir í kjölfarið skulu samtals ekki taka ekki lengri tíma en 25 mínútur
  • Ágrip af erindum (hámark 250 orð) skulu berast eigi síðar en föstudaginn 1. febrúar

Ágripin skal senda á Heiðrúnu Ósk Ólafsdóttur, verkefnastjóra námsbrautar í lögreglufræði, heidrunosk@unak.is

Nánar um lykilfyrirlesara:

ANINA SCHWARZENBACH

Anina SchwarzenbachAnina Schwarzenbach is a postdoctoral fellow at Harvard Kennedy School’s Belfer Center. As part of the International Security Program she researches strategies to counter violent extremism and radicalization adopted by democratic states. Her research is concerned with the legitimacy and effectiveness of extremism prevention, particularly in the area of religious extremism. Previously, she was a graduate researcher at the Max Planck Institute for Foreign Criminal Law in Germany, where she has worked extensively on experiences of institutional discrimination of immigrant youths in Europe’s multi-ethnic cities and on the effect of discriminatory police activity on trust in the police. In her book “Police-Youth Relations in Multi-Ethnic Cities” (which will published with Duncker & Humblot in 2019) she has analyzed young people’s interactions with the police authority and their experiences of police encounters in ethnically and culturally diverse German and French cities. Anina holds a Ph.D. in Sociology from the University of Freiburg, Germany, and an LL.M. and M.A. from the Universities of Bern and Zurich in Switzerland.

BEN BRADFORD

Ben BradfordBen Bradford is Professor of Global City Policing at the University College London Jill Dando Institute of Security and Crime Science. He is also Director of the Institute for Global City Policing, an initiative joint funded by UCL, the MPS and MOPAC to promote policing research in London. His research interests include trust, legitimacy, cooperation and compliance in justice settings, social identity as a factor shaping these processes, organizational justice, and elements of public-facing police work such as neighbourhood patrol, community engagement and stop and search.

Nánar um ráðstefnuna