Kjörsókn innflytjenda er langt undir heildar kjörsókn

Þátttaka innflytjenda í alþingis- og sveitarstjórnarkosningum hér á landi er mun minni en innfæddra, samkvæmt nýrri skýrslu Háskólans á Akureyri.
Kjörsókn innflytjenda er langt undir heildar kjörsókn

Rannsóknarverkefnið „Samfélög án aðgreiningar? Aðlögun innflytjenda á Íslandi“ var hleypt af stokkunum í Háskólanum á Akureyri 2018. Verkefnið var styrkt af Rannsóknasjóði.

Skýrslan fjallar um kosningaþáttöku innflytjenda á Íslandi í alþingiskosningum 2017 og sveitarstjórnarkosningum 2018. Skýrslan er unnin upp úr spurningakönnun um aðlögun innflytjenda á Íslandi og tóku um 5% allra innflytjenda sem búsettir eru á Íslandi þátt, eða 2211 manns.

Niðurstöður gáfu í ljós að kjörsókn þeirra var mun lægri miðað við heildar kjósendur. Í sveitastjórnakosningum 2018 var hún næstum tvöfalt minni og fjórfalt minni í Alþingiskosningum 2017. Þessar niðurstöður eru svipaðar og í könnunum nágrannalanda okkar og því ekki séríslenskt.

Það virðist skipta máli hvar á landinu innflytjendur búa, en þátttaka þeirra í kosningum er best utan suðvesturhorsins. Grétar Þór Eyþórsson prófessor við HA, segir að þetta gæti bent á að þeir innflytjendur sem búa í fámennari samfélögum aðlagist betur. Einnig benda niðurstöður á að þeir innflytjendur sem bera lítið eða ekkert traust til Alþingis taki frekar þátt í kosningum. Grétar segir að það þarf að ráðast í það að skoða hvernig er hægt að bæta kjörsókn þessa hóps.

Hér má lesa skýrsluna (pdf).

Nánar á vef Rúv.