Menntun fyrir alla – horft fram á veginn: skýrsla starfshóps

Starfsfólk HA í starfshópi
Menntun fyrir alla – horft fram á veginn: skýrsla starfshóps

Á haustmánuðum 2018 voru haldnir 23 fræðslu- og umræðufundir um allt land um menntun fyrir alla, sem liður í mótun nýrrar menntastefnu. Eitt af markmiðum nýrrar menntastefnu verður að tryggja að allir í skólasamfélaginu hér á landi líti á skólastarf án aðgreiningar sem grundvöll gæðamenntunar fyrir alla nemendur í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Fundirnir voru haldnir í samstarfi við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og starfsmann Menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem er jafnframt starfsmaður Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir. Starfshópur vann síðan ítarlega úr niðurstöðum þeirra funda, hér má finna skýrslu hópsins „Menntun fyrir alla – horft fram á veginn“.

Skýrsluhöfundar: 

  • Dr. Birna Svanbjörnsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri
  • Dr. Edda Óskarsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands og starfsmaður Evrópumiðstöðvar
  • Dr. Hermína Gunnþórsdóttir, prófessor við Háskólann á Akureyri 
  • Laufey Petrea Magnúsdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri 
  • Dr. Rúnar Sigþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri 
  • Trausti Þorsteinsson, dósent við Háskólann á Akureyri