Nemar á námskeið í Svíþjóð

Alþjóðlegt námskeið um stjórnun á þjónustuupplifun.
Nemar á námskeið í Svíþjóð

Í byrjun apríl fóru sex nemendur úr viðskiptadeild Háskólans á Akureyri til Dalsland í Svíþjóð til að taka þátt í alþjóðlegu námskeiði um stjórnun á þjónustuupplifun (Customer Experience Management (CEM)). Námskeiðið var í gegnum EkoTekNord samstarfið og þátttakendur voru frá sex háskólum auk HA. Nemendur hlýddu á fyrirlestra og unnu svo verkefni með ferðaþjónustufyrirtækjum á svæðinu sem tengjast upplifun á þjónustu. Hjördís Sigursteindóttir, dósent við viðskiptadeild, fylgdi hópnum.

Meðfylgjandi eru myndir frá ferðinni.

Kayak ferð Klifur

Hópurinn á ferðalagi

Fallegur dagur