Ný grein í hinu virta fræðiriti Entrepreneurship Theory and Practice

Áhrif pólitískra tengsla á arðsemi fjölskyldufyrirtækja, fyrirtækja sem ekki flokkast sem fjölskyldufyrirtæki og fyrrum ríkisfyrirtækja
Ný grein í hinu virta fræðiriti Entrepreneurship Theory and Practice

Dr. Trung Quang Dinh, lektor við Viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri birti nýlega grein í hinu virta fræðiriti Entrepreneurship Theory and Practice. 

Í rannsókninni sem greint er frá í greininni kanna Dr. Trung og samstarfsmenn hans áhrif pólitískra tengsla á arðsemi (e. return on asset, ROA) fjölskyldufyrirtækja, fyrirtækja sem ekki flokkast sem fjölskyldufyrirtæki og fyrrum ríkisfyrirtækja. 

Rannsóknin sýnir að fjölskyldufyrirtæki hafa meiri arðsemi en aðrar tegundir fyrirtækja ef þau hafa hátt hlutfall einstaklinga í stjórnum sínum sem hafa stjórnmálatengsl. 

Rannsóknin sýnir einnig að fjölskyldufyrirtæki sem standa sig best (hafa mesta arðsemi) hafa annað hvort forstjóra sem er ekki fjölskyldumeðlimur, eða forstjóra sem er fjölskyldumeðlimur og stjórnir með stjórnarmenn sem hafa stjórnmálatengsl. 

Greinina í heild má lesa hér

Dr. Trung lauk doktorsprófi í hagfræði og stjórnun með áherslu á fjölskyldufyrirtæki frá Witten/Herdecke University í Þýskalandi. Hann hóf nýlega störf við Viðskipadeild Háskólans á Akureyri og kennir alþjóðaviðskipti í grunnnámi og mun kenna stjórnun fjölskyldufyrirtækja á meistarastigi.